[Icelandic Post]

 

Mig hefur lengi langað að gera Alþingi effektískara (í djóki) með því að innleiða gervigreind.

Neural Network sem semur frumvörp, sem kýs um frumvörp og svo kýs nýtt þing og fyrsti partur er tilbúinn. Ég get skrifað frumvörp.

 

Til að byrja þurfti ég sample texta af frumvörpum, tók stutta stund að búa til dirty scraper í bash sem safnaði saman öllum frumvörpum sem hafa verið skrifuð

[Er þessi kóði fallegur ? nei ….. En virkar hann ? ójá ]

 

Eftir að sameina öll frumvörpin í eina textaskrá endaði ég með textaskjal sem er 1,4 milljón línur.

Ég notaði svo þetta verkefni á öflugum server, lét það vinna á textanum í 20 klukkutíma og get núna búið til frumvörp sjálfkrafa. Neural Networkið er bara búið að gera eina yfirferð og mun einungis batna með tímanum.
Without further adieu. Hér er sýnisdæmi

vilji ráðstöfunarfjár, með sameiningu fyrir 2. laganna, ásamt almannatryggingar, ráðstöfunarfé ráðstöfunarfé skv. 48. og 56. laga um félagslega aðstoð. 116/2016, síðar. Greinargerð.     Með lögum nr. 116/2016, um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, sem öðluðust gildi 1. janúar 2017, voru gerðar umfangsmiklar breytingar á ellilífeyri almannatrygginga. Bótaflokkarnir ellilífeyrir, tekjutrygging og uppbót vegna framfærslu samkvæmt lögum um félagslega aðstoð voru sameinaðir í einn nýjan bótaflokk, ellilífeyri, og var tekjutrygging ellilífeyrisþega þannig felld brott, sem og framfærsluuppbót samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Einnig var sett ný reikniregla með einu frítekjumarki og lækkaði lífeyrir þá um 45% vegna tekna án tillits til tegundar teknanna. Áður voru frítekjumörkin hins vegar mishá eftir bótaflokkum og tegund tekna. Bótakerfi vegna örorku var aftur á móti ekki breytt þrátt fyrir upphafleg áform um slíkt og fá örorkulífeyrisþegar áfram greiddan örorkulífeyri og tekjutryggingu, sbr. 18. og 22. gr. laganna, ásamt framfærsluuppbót ef við á. Frumvarp það sem varð að framangreindum lögum byggðist á skýrslu og tillögum nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar, en meginmarkmið og tilgangur breytinganna var að einfalda lífeyristryggingakerfi almannatrygginga, m.a. með sameiningu bótaflokka og samræmingu reglna um útreikning bóta.     Samkvæmt lögum um almannatryggingar er meginreglan sú að allar skattskyldar tekjur hafi áhrif á útreikning bóta, sbr. 2. mgr. 16. gr. laganna, en í 3. og 4. mgr. eru taldar upp ívilnandi undanþágur frá þeirri meginreglu þar sem tilgreint er hvaða tekjur skuli ekki teljast til tekna lífeyrisþega þrátt fyrir 2. mgr. Eiga þær reglur einnig við um greiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, þar með talið heimilisuppbót, sbr. 8. gr. þeirra laga.     Með 1. gr. laga nr. 116/2016 voru gerðar breytingar á 16. gr. laga um almannatryggingar í tengslum við upptöku nýs bótaflokks, ellilífeyris. Við vinnslu frumvarpsins áttu sér stað þau mistök að tilvísun í bótaflokkana ellilífeyri skv. 17. gr. og ráðstöfunarfé skv. 48. og 56. gr., sem vera átti í 4. mgr. 16. gr., færðist í 3. mgr. Ætlun löggjafans var aftur á móti sú að 4. mgr. 16. gr. laganna skyldi eiga við um útreikning á hinum nýja sameinaða bótaflokki ellilífeyri ásamt tekjutryggingu örorkulífeyrisþega og ráðstöfunarfé. Hins vegar átti 3. mgr. 16. gr. laganna, sem undanskilur m.a. greiðslur úr lífeyrissjóðum við útreikning bóta, að einskorðast við útreikning örorkulífeyris, enda voru engar breytingar gerðar á bótakerfi almannatrygginga vegna örorku með lögunum.     Sú ætlun löggjafans, að allar tekjur skyldu hafa sama vægi við útreikning hins nýja sameinaða bótaflokks ellilífeyris, sem og ráðstöfunarfjár, með örfáum ívilnandi undantekningum, kemur glögglega fram í lögskýringargögnunum, m.a. í almennum athugasemdum og athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins. Þá kemur það skýrt fram í töflum sem sýna réttindi einstaklinga með lífeyrissjóðstekjur fyrir og eftir lagabreytingarnar, í mati á áhrifum frumvarpsins, í tillögum nefndarinnar um endurskoðun laga um almannatryggingar sem frumvarpið byggðist á, sem og í lýsingu á tilgangi og markmiðum frumvarpsins, að vilji löggjafans stóð til að allar tekjur ellilífeyrisþega skyldu hafa sama vægi við útreikninga á fjárhæð ellilífeyris, þar með talið greiðslur úr lífeyrissjóðum, að frátöldum þeim ívilnandi

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *